Gjafir til stuðningsbarna
Stuðningsaðilar geta gefið stuðningsbörnum sínum gjafir, um jólin eða á öðrum tímum ársins. Við mælum með að keyptar séu gjafir í Kenía, þar sem meira fæst fyrir peninginn þar. Pakkinn inniheldur þá samsetta gjöf með því sem barnið þarf mest á að halda og er það metið af félagsráðgjöfum í skólanum eftir því á hvaða námsstigi barnið er. Félagsráðgjafar vinna náið með stuðningsbörnunum og vita best hvað þau vantar, halda einnig skrá yfir gjafirnar og gera tilheyrandi ráðstafanir.
Í pakkanum er þá ýmist skólafatnaður, skólagögn eða hvort tveggja.
Sem dæmi um gjafir: Peysa og reglustikusett, efnafræðigögn og buxur, skriffæri og skyrta.
Hægt er að velja upphæðirnar 5000.- 7000.- og 10.000.- og upphæðin kemur sem einskiptisrukkun í heimabankann.
Eftir sem áður eru öll framlög til Íslensku barnahjálparinnar frádráttarbær hjá RSK og forskráð á framtal gefenda.
TAKK FYRIR STUÐNINGINN!!!