logo-IB-turkis.m. ramma.antexta2.png

hvernig get ég hjálpað?

Þú getur styrkt barn Í Pakistan, Kenía eða Filippseyjum eða með frjálsum framlögum sem fara í almennt starf

Þegar þú styrkir barn getur þú valið landið og  hvort þú styrkir dreng eða stúlku. Eins getur þú valið hvort að þú vilt styrkja yngra barn eða ungling. 

Styrkja barn: 4000 kr á mánuði

Almennur stuðningur: 2500 kr á mánuði

Almennur stuðningur: Upphæð að eigin vali

Eingreiðsla

Um stuðninginn

Að styrkja yngra barn 

Það er gefandi að fylgjast með þroska barnsins í gegnum árin. Ef barnið er mjög ungt þá færðu einfaldar barnateikningar frá því í upphafi. Eftir því sem barnið eldist getur það skrifað meira og framfarirnar og aukinn þroski kemur í ljós. Þú getur fylgst með barninu í gegnum bréf og annað sem við sendum þér tvisvar á ári. Eins getur þú sent barninu bréf og myndir ef þú vilt en það er þó ekki nauðsynlegt.

Að styrkja ungling

Það er gefandi að veita unglingi tækifæri til að ganga í menntaskóla sem ætti annars á hættu að flosna upp úr skóla, enda á götunni, vera gefin í hjónaband eða enda í þrælkunarvinnu. Þegar barnið þitt er unglingur þá getur það skrifað þér bréf um líf sitt og hugsanir. Það er gefandi að kynnast barninu á þann hátt. Einnig er styttra í að barnið þitt ljúki námi heldur en ef að þú byrjar að styrkja yngra barn. Eins getur þú sent barninu bréf og myndir ef þú vilt en það er þó ekki nauðsynlegt.

frjáls framlög - almennur stuðningur 

Þú getur valið almennan stuðning við Pakistan, Kenya eða reksturinn á Íslandi. Það fjárframlag rennur til þess að reka skólana og annað er tengist starfinu. Þegar þú gerist almennur stuðningsaðili Barnahjálparinnar þá færðu reglulega sent almennt fréttabréf starfsins.