logo-IB-turkis.m. ramma.antexta2.png

hvernig get ég hjálpað?

Þú getur styrkt barn í Kenía með fastri greiðslu

Þegar þú styrkir barn hjá Íslensku barnahjálpinni þá getur þú valið hvort þú styrkir dreng eða stúlku og hvort að þú vilt styrkja yngra barn eða ungling, sjá nánari upplýsingar hér til hægri.

Að styrkja eitt barn kostar 4.500 krónur á mánuði.

Við bendum á að öll framlög til Íslensku barnahjálparinnar eru skráð sem skattaafsláttur á næsta skattframtal.

Fylltu út formið hér að neðan og við verðum í sambandi við þig.

Um stuðninginn

Að styrkja yngra barn 

Það er gefandi að fylgjast með þroska barnsins í gegnum árin. Ef barnið er mjög ungt þá færðu einfaldar barnateikningar frá því í upphafi. Eftir því sem barnið eldist getur það skrifað meira og framfarirnar og aukinn þroski kemur í ljós. Þú færð fréttir af barninu í gegnum bréf og annað sem við sendum þér tvisvar á ári. Einnig sendum við stuðningsaðilum fréttabréf af starfinu tvisvar á ári.

Að styrkja ungling

Það er gefandi að veita unglingi tækifæri til að ganga í menntaskóla sem ætti annars á hættu að flosna upp úr skóla, enda á götunni, vera gefin í hjónaband eða enda í þrælkunarvinnu. Þegar barnið þitt er unglingur þá getur það skrifað þér bréf um líf sitt og hugsanir. Það er gefandi að kynnast barninu á þann hátt. Einnig er styttra í að barnið þitt ljúki námi heldur en ef að þú byrjar að styrkja yngra barn. 

Að Senda bréf til stuðningsbarna

Þú getur sent stuðningsbarninu bréf og myndir ef þú vilt en það er þó engin skylda. Þar sem póstþjónustan í Kenía er ekki góð, mælum við með því að senda rafrænt bréf á netfangið okkar barnahjalpin@gmail.com og við áframsendum það til Kenía. Þú færð síðan svarbréf frá barninu í tölvupósti sem starfsfólk á staðnum sendir á okkur.
Eins er hægt að gefa stuðningsbarninu gjafir og mælum við með því að þær séu keyptar á vettvangi.
Sjá hér https://www.islenskabarnahjalpin.is/gjafirtilstudningsbarna