Lindu konfekt og sælgæti frá Góu til styrktar börnum í Kenía
Góa og íslenska barnahjálpin
Nú erum við komin í samstarf við Góu og erum að selja flotta konfektkassa sem henta frábærlega vel sem jólagjafir til starfsmanna og annarra. Ágóðinn rennur til styrktar skólum okkar í Kenía. Með kaupunum styrkir þú á sama tíma íslenska framleiðslu og fátæk börn til menntunar. ☺
Sunnudaginn 14. desember frá 14:00-16:00 verðum við með opið hús í Bolholti 6 og þar verður tilvalið að sækja nammið. Allt nammið er merkt með styrktarmiða Íslensku barnahjálparinnar.
Verð:
Lakkrís 450gr: 1500 kr
Bland í poka 650 gr: 2000 kr
Lindu fylltir molar 2900 kr
Lindu konfekt 440 gr: 3900 kr
Lindu konfekt 900 gr: 5500 kr
Hægt er að panta með því að senda póst á barnahjalpin@gmail.com með því að fylla inn formið hér til hliðar.