Andlit Afríku

 

Gjöf til styrktar Íslensku barnahjálpinni.

Hringfarinn, Kristján Gíslason sem heimsótti skólana okkar í Nairobi ætlar að selja nýjustu bókina sína til styrktar menntun í Afríku. 100% af söluverði rennur til Íslensku Barnahjálparinnar og verður nýttur til að fjárfesta í tölvum fyrir stærðfræði og ensku kennslu í skólunum í Nairobi.

Bókin kostar 7900 kr.

Ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu þá munum við koma bókinni til þín.
Ef þú býrð utan höfuðborgarsvæðisins þá leggst póstkostnaður ofan á verð bókarinnar.

Fylltu út formið hér að neðan og við munum koma bókinni til þín.

Með þökk fyrir stuðninginn !!!

 
 

„Andlit Afríku er mögnuð bók og ég stend mig að því að fletta bókinni aftur og aftur, dett aftan á mótorhjólið hjá Kristjáni og inn í frásögnina. Þetta er holl lesning og eftir situr þakklæti og umhugsun um öll þau lífsgæði sem við búum við hér á Íslandi.“

Ragga Gísla

"Það er ljúf upplifun að fylgja Kristjáni á þessu ferðalagi. Einlæg nálgun og frásögn hans af framandi slóðum og menningu er bæði fræðandi og falleg".

Sóli Hólm

„Mér fannst svo gaman að fara í ferðalag úr rúminu mínu til Afríku. Öll þessi andlit gerðu mig svo glaða. Það er ekki öllum gefið að geta ferðast um heiminn og hitta svona marga og gott til þess að vita að þeir sem það geta, deili gleðinni með öðrum. Mæli með - allur ágóði fer til góðra mála!“

Saga Garðars