Pakistan MENNTUN ER MÁLIÐ

Það eru milljónir barna sem eru neydd í barnaþrælkun sem bíða eftir tækifæri til að komast í skóla. Þú getur valið að styðja eitt eða fleiri börn til náms og þannig hafa áhrif á framtíð þeirra.  Þú munt reglulega fá sendar upplýsingar um árangur þeirra í skóla og almenna velferð. 

Með samstarfi Íslensku Barnahjálparinnar við Advancement through Building and Caring Children’s Aid Pakistan, hafa yfir 1.500 börn af lægri stéttum þjóðfélagsins fengið tækifæri til menntunnar í Pakistan.  Þetta hófst allt með sex börnum í kennslu hjá Sharif Allah Ditta sem trúði því af ástríðu að menntun breyti lífi fólks og hafi áhrif á samfélagið til hins betra.

Sharif er fædur 25. desember árið 1935 og foreldrar hans, þrátt fyrir fátækt, vildu að sonur þeirra yrði vel menntaður.  Eftir að hafa lokið grunnskólanámi í skóla sem var nálægt þorpinu hans þá höfðu foreldrar hans ekki efni á að styðja hann til áframhaldandi menntunar.  Fyrir foreldrum hans var hans menntagöngu lokið.  En Sharif hélt áfram að biðja og vonaði í trú að hann fengi aðstoð við frekara nám.

Dag einn kom trúboði frá vesturlöndum í þorpið þar sem Sharif bjó.  Hann bauð honum að fara á heimavistarskóla þar sem skólakostnaðurinn yrði greiddur. Sharif notaði tækifærið og lauk menntaskóla þar.  Eftir þetta hélt hann áfram í háskólanám með vinnu.  Sharif giftist, eignaðist fjóra syni, útskrifaðist úr háskóla og síðar lauk hann meistaragráðu.

Í störfum sínum var Sharif kennari, prestur og stjórnandi þar sem hann sinnti ábyrgðarmiklum störfum og ferðaðist víða um heiminn vegna vinnu sinnar. Með sínum árangri gerði Sharif og konan hans það að forgangsmáli að mennta sín börn og í dag eru þau öll vel menntuð og barnabörnin eru annað hvort að sinna háskólanámi eða starfa sem sérfræðingar.  Öllu þessu má þakka því að einhver hafði trú á Sharif og gaf honum tækifæri til að láta drauma sína rætast. 

Þegar Sharif komst á eftirlaun ákvað hann að mennta þurfandi börn í sínu nágrenni. Hann stofnaði lítinn skóla, að fullu greiddan úr eigin vasa, með sex börnum.  Þörfin var svo mikil að að nemendum fjölgaði og voru þeir orðnir 65 og staðan þá orðin sú að hann hafði ekki efni á að greiða skólakostnaðinn úr eigin vasa. Á þessum tíma hafði Sharif samband við son sinn Maxwell, sem þá var enskukennari við Borgarholtsskóla, og bað hann um aðstoð. Frá því í byrjun árs 2005, með örlátum gjöfum einstaklinga, fyrirtækja og frá íslenskum stjórnvöldum, hafa margir skólar verið byggðir í Pakistan og þúsundir barna hafa fengið tækifæri til menntunnar.

Í gegnum árin hafa hundruðir barna lokið menntun sinni og starfa nú meðal annars sem kennarar, hjúkrunarfræðingar, prestar, ritarar og endurskoðendur.  Árið 2015 lést Sharif og nú, með þinni hjálp, hefur Maxwell, sonur hans, tekið þeirri áskorun að halda áfram því starfi að hjálpa þurfandi börnum í Pakistan.

Það var einn einstaklingur sem gaf Sharif tækifæri sem breytti framtíð hans og afkomendum hans. Ekki efast um þau áhrif sem þín aðstoð getur haft, jafnvel fyrir eitt barn.  Það mun breyta framtíð þess og komandi kynslóða.  Það mun hafa jákvæð áhrif í samfélagi þess og saman getum við því haft áhrif á eitt barn í einu.

Picture 255.jpg

Allar upplýsingar veita:

Maxwell Ditta s.774-2559

maxwellditta@gmail.com 

Ingveldur ýr s.898-0108

barnahjalpin@gmail.com 

DSC00301.JPG
GRLA3.JPG