Besta jólagjöfin í ár !

Besta jólagjöfin í ár er skólabókapakki, sérvalinn til stuðningsbarnsins þíns!

Þá fær barnið ykkar pakka í hendurnar með skólagögnum sem tilheyra námsstigi þess. Pakkinn getur innihaldið allt frá skriffærum og skólatösku upp í reiknitölvur, reglustikusett og efnafræðigögn, eftir því á hvaða námsstigi barnið er.
Hægt er að velja upphæðirnar 5000.- 7000.- og 10.000.- og upphæðin kemur sem einskiptisrukkun í heimabankann. Eftir sem áður eru öll framlög til Íslensku barnahjálparinnar frádráttarbær hjá RSK og forskráð á framtal gefenda. 

Starfsfólk á vettvangi metur þarfir barnsins, gerir tilheyrandi ráðstafanir og  heldur skrá yfir gögnin.

Nýlega breytti keníska menntamálaráðuneytið námsskránni og kallar það á veruleg útgjöld í endurnýjun námsgagna fyrir Harvestskólana.

Það væri því frábært ef stuðningsaðilar myndu bregðast við þessari þörf og gefa börnunum gjöf sem nemur tilheyrandi skólagögn. 

TAKK FYRIR STUÐNINGINN!!!