SKÓLABÚNINGAR

Besta gjöf sem hægt er að gefa stuðningsbarni er skólabúningur. 

Í löndunum sem Íslenska barnahjálpin er með skóla er það siður að nemendur gangi í skólabúningi.
Búningurinn er  ákveðið stöðutákn og sýnir hvaða skóla barnið tilheyrir.
Í fátækum löndum sem þessum er það meiriháttar upphefð að tilheyra skóla.
Oftast eiga börnin aðeins einn skólabúning og eina skó sem eftir ársnotkun eru orðnir vel slitnir.

Skólabúningur er samansettur af buxum eða pilsi, skyrtu, hálsbindi, þykkri peysu, sokkum og skóm og eru úr endingargóðum efnum.
Verð á skólabúningi er 5000.kr. Einnig er hægt að bæta við skólatösku fyrir 1000.kr. 

Starfsfólk okkar á vettvangi mun sjá um kaup á búningi fyrir stuðningsbarnið þitt. Þú færð síðan greiðsluseðil í heimabanka með valinni upphæð.

Takk fyrir stuðninginn!!