Queencent agatha 4 (2).JPG

 

 

Harvest skólanir

Skólarnir í Kenía ganga undir nafninu Harvest skólarnir. Þeir eru staðsettir í Nairobi og í Loitoktok sem er í Masaailandi við rætur Kilimanjaro. Í  Nairobi er skólinn staðsettur í hverfinu Kariobangi sem stendur á mörkum nokkurra fátækrarhverfa. Í skólanum eru nú um 400 börn og unglingar frá þriggja ára til tvítugs. Einnig eru um 20 nemendur á aldrinum 20 til 25 ára í verk- og framhaldsnámi. Nemendurnir koma frá allra fátækustu fjölskyldunum og voru valin inn í skólann vegna þess að fjölskyldur þeirra gátu ekki séð fyrir þeim eða boðið þeim uppá skólagöngu. Öll börnin fá hádegismat í skólanum en þar að auki eru um 180 börn í heimavist, búa í skólanum og fá þar morgun - og kvöldmat. 

 

 

Loitoktok

 I Loitoktok sem er við rætur Kilimanjaro býr að mestu leiti fólk úr Masaai ættflokkinum sem eru upprunalega hirðingjar en þó hefur einnig flutt þangað fólk úr öðrum ættbálkum. Miklir þurrkar sérstalega á árunum 2000- 2009 höfðu alvarlegar afleiðingar og draps stór hluti búfénaðarins. Að þessum sökum er óvenju mikil fátækt á svæðinu og mikil nauðsyn á hjálp og menntun.  Þar að auki tíðkast nauðungarhjónabönd og umskurður barnungra stúlkna meðal Masaaifólks. Skólinn hefur unnið að því að sporna við þessari hefð síðan 2011  og  setur það sem skilyrði að umskurður stúlkna sé ekki leyfður og eru börnin frædd um skaðsemi þessa verknaðs. 
 
Harvest skólinn í Loitoktok er menntaskóli með um 150 nemendur á aldrinum 15 - 20 ára. Allir nemendurnir eru í heimavist og koma ýmist úr Harvest skólanum í Nairobi  eða úr öðrum skólum á svæðinu. Námskráin er í samræmi við almenna námskrá í skólum Kenía og taka nemendur samræmd próf eftir fjögurra ára skólavist. 

20170111_125616_HDR.jpg
20170111_124050_HDR.jpg
q13.jpg

 

FramhaldsskóLANÁM OG Leiðtogar framtíðarinnar

Okkar markmið er að geta boðið nemendum tækifæri til að ljúka skólagöngu sinni með því að bjóða uppá iðnnám. Við höfum einnig reynt að greiða fyrir framúrskarandi nemendur í  framhaldsnám í háskólum. En nú viljum við geta boðið sjálf uppá almennt iðnnám sem getur nýst nemendunum til að hefja sig uppúr fátækt og geta átt sæmilegt líf. Við munum bjóða uppá greinar eins og félagsráðgjöf, ritara og gjaldkeranám, hárgreiðslu, rafvirkjun, vélvirkjun og pípulagnir. Við höfum nú þegar hafið framkvæmdir að húsakynnum fyrir þetta nám á skólalóðinni í Kariobangi í Nairobi.

20170113_124403_HDR.jpg

UPPLÝSINGAR VEITA:

INGVELDUR ÝR s: 8980108  

barnahjalpin@gmail.com 

 

Miriamsjóðurinn til styrktar konum

Með því að styrkja mæðurnar fá börnin að borða
Oft þarf ekki háa upphæð til að mæður geti stofnað sinn eigin rekstur. Í gegnum þennan sjóð hafa margar konur fundið leið til að hafa ofan af fyrir sér og börnum sínum.  Við höfum hjálpað konum að stofna fisksölu, saumaþjónustu, grænmetissölu, endurnýtingu á plastfötum, svínaræktun, kjúklingaræktun og margt fleira. Þessi sjóður hefur verið rekinn fyrir framlög örlátra einstaklinga.