logo-IB-turkis.m. ramma.antexta2.png

Sögur frá Kenía

Mathare slum.jpg
IMG_5857.JPG
May 158.JPG
May 398.JPG
Þorunn og krakkarnir 111.jpg
ymislegt 462.jpg
Gotudrengir 029.jpg
20170111_130743_HDR.jpg
Gotudrengir 025.jpg
Gotudrengir 040.jpg
IMG_9013.JPG
LeadershipINTL-Nairobi-_K3_4220.jpg
LeadershipINTL-Nairobi-_K3_4259.jpg

Fátækrahverfin í Nairobi

Það er sannarlega erfitt að lýsa með orðum aðstæðunum sem fólk býr við í fátækrahverfuum í Nairobi. Það er ekki einungis stærðin sem er yfirþyrmandi heldur skortur á grunninnviðum eins og rennandi vatni, salernisaðstöðu, vegum, skólum og öðru sem nauðsynlegt telst í borgarsamfélagi. Í Kenía eru engar atvinnuleysisbætur né aðrar félagslegar tryggingar. Hver sá sem ekki hefur vinnu þarf að finna einhverja leið til seðja hungrið daglega og mæta þörfum fjölskyldunnar.
Fjöldi atvinnulausra einstæðra ungra mæðra er ótölulegur. Þær vakna á morgnana, halda út á strætin í leit að einhverri daglaunavinn, til dæmis við að þvo þvott eða vaska upp. Innkoman fyrir daginn getur verið á bilinu 150 til 300krónur en þó er ekki hægt að fá vinnu alla daga. Í meðalvikunni finna þær vinnu tvisvar til þrisvar. Fyrir þessar tekjur þarf svo kannski að borga 2000 kr. húsleigu, kaupa í matinn og senda börnin í skóla. Dæmið gengur hinsvegar ekki upp. Börnin eru svöng, fá ekki aðgang að skóla og enda oft á götunni. Það er því eins og að vinna í happdrætti að komast að í Harvest skólanum hjá Barnahjálpinni. Þar fá börnin ókeypis menntun. Öll börnin fá heita máltíð í hádeginu en sum komast að í heimavist þar sem þau fá fulla umönnun. Við slíka hjálp gerbreytist oft líf fjölskyldunnar allrar.

 

 

Masaai fólkið í Loitoktok

Í Loitoktok býr Masaai ættbálkurinn. Aðal lifibrauð Masaai fólksins hefur frá örófi alda verið hjarðmennska. Fólkið var vant að flytja sig um set á milli beitilenda eftir árstíðunum. Búfénaðurinn samanstóð af kúm og geitum af harðgerðum stofnum sem þola þurrka. En miklir þurrkar á árunum 2000 til 2009 urðu til þess að 80-90% af skepnunum drapst. Fátækt og hungur lagðist því á samfélagið. 

Masaai fólkið hefur haldið sínum siðum og lífsháttum að miklu leyti óbreyttum. Þau stunda fjölkvæni og hjá þeim viðgengst ennþá umskurður ungra stúlkna. Þegar stúlkan nær unglingsaldri telst hún orðin nógu gömul til að giftast. Þá er hún umskorin og gefin í hjónaband þeim er best býður.  Þessi siður er nú ólöglegur í Kenya og áhersla löggð á að stúlkur fái að ganga í skóla, en með engu móti hefur tekist að uppræta þetta. Meirihluti stúlkna gengst því undir umskurð. Hluti af starfi barnahjálparinnar á svæðinu er að veita stúlkum sem eru að flýja undan umskurði og nauðungarhjónaböndum, skjól.

 

 

 

Þórunn Helgadóttir

Þórunn lutti til Kenía í október árið 2006 og byrjaði þar að vinna við  hjálparstarf. Hún byrjaði á því að leigja hús undir skóla en fyrr en varði fylltist það af börnum sem voru í þörf. Hér á myndinni er Þórunn fyrir utan húsið ásamt nokkrum af börnunum í febrúar árið 2007. Á sama tíma og barnaheimilið hóf starfsemi þá opnaði hún dagskóla stuðningverkefni fyrir börn sem bjuggu hjá fátækum mæðrum á fátækrahverfunum.  Í júní 2007 þá giftist Þórunn Samuel Lusiru Gona og hafa þau sinnt starfinu saman síðan. Í upphafi starfsins starfaði Þórunn í samstarfi við ABC barnahjálp á Ísland og stofnaði   félagið ABC Children´s Aid Kenya árið 2008. Árið 2015 slitnaði hinsvegar upp úr samstarfinu við ABC barnahjálp. Þórunn og Samuel héldu hinsvegar áfram starfinu í Kenya og tókst þrátt fyrir mikila erfiðleika að halda því gangandi. Þau stofnuðu ásamt öðrum Íslensku barnahjálpina sem hefur stutt við bakið á starfinu í Kenía síðan þá. 

 

 

Götudrengir

Skömmu eftir að Þórunn hóf starfið í Nairobi þá fréttist það út á meðal götubarna að í hverfið væri komin hvít kona sem hjálpaði börnum. Götubörnin hófu því að flykkjast að húsinu og biðja um hjálp. Á myndunum hér til vinstri sem teknar voru í mars 2007, má sjá hóp 14 ára götudrengja fyri utan hús Þórunnar að biðja um aðstoð.

 

 

 

Þórunn gaf þeim samlokur með sultu og vatn að drekka og tók þá síðar inn í húsið. Þeir reyndust flestir ólæsir og skrifandi og þurfi að byrja að kenna þeim stafrófið frá grunni. 

 

 

 

Á þessari mynd sem tekin er 7 árum síðar í júli 2014 má sjá þrjá drengi úr þessum sama hóp. Þarna eru þeir orðnir ungir menn á sínu lokaári í menntaskóla.

Erick Omollo

Ungi maðurinn í miðjunni er Erick Omollo. Hann er sá með derhúfuna á eldri myndunum. Á þessum tímapunkti hafði hann búið á götunni í 4 ár, eða frá því að hann var 10 ára gamall. Hann hafði misst öll tengsl við fjölskyldu sína og vissi ekki hvar þau voru niðurkomin.

Erick laggði hart að sér við námið. Hann lærði einnig að spila á gítar, æfði söng og samdi sín eigin lög. Það var fljótlega ljóst að hér var á ferð ungur maður með mikla hæfileika. Og gæfan snerist honum enn í vil því að 5 árum eftir að hann kom inn á heimilið þá tókst Þórunni og starfsmönnum hennar að hafa upp á móður Ericks og systkinum. Það urðu gríðarlegir fagnaðarfundir, enda hafði móðir hans ekki séð hann síðan hann var lítill og taldi hann jafnvel látinn.

Erick leggur nú stund á myndbanda- og sjónvarpsvinnslu í háskóla í Nairobi. Einnig vinnur hann við umönnun yngri drengja í skólanum í Nairobi. Erick er lifandi vitnisburður um hvernig stuðningur frá Íslandi getur breytt lífum.