logo-IB-turkis.m. ramma.antexta2.png

Íslenska barnahjálpin

var stofnuð árið 2015 til að standa á bak við starf Þórunnar Helgadóttur í Kenía sem áður starfaði með ABC barnahjálp. Síðan þá hefur barnahjálpinni vaxið  fiskur um hrygg  því nú hefur barnahjálpin einnig tekið að sér 7 skóla í Pakistan sem áður störfuðu með ABC. Samtökin eru rekin sem almannaheillafélag sem starfar yfir landamæri.

Stjórnin

 

Formaður er Ingveldur Ýr söngkona og kórstjóri. Hún hefur s.l. ár farið með fjölskyldu sinni til Kenía og hrifist af grasrótarstarfinu sem á sér stað í skólum Íslensku Barnahjálparinnar.
Svo mikið snerti starfið hana að hún ákvað að leggja því lið af lífi og sál og gerast formaður félagsins.

Jasmín Kristjánsdóttir er í mannfræðinámi við Háskóla Íslands og hefur unnið við sjálfboðaliðastarf fyrir Íslensku barnahjálpina. Hún hefur þrisvar ferðast til Kenía og m.a. tekið viðtöl við heimamenn þar. Jasmín aðstoðar við að halda uppi síðum félagsins á samfélagsmiðlum.

Ásdís Guðmundsdóttir er stjórnarmaður. Hún er félagsfræðingur að mennt, og starfar sem verkefnastjóri hjá Vinnumálastofnun þar sem hún sinnir ýmsum frumkvöðlaverkefnum. Hún hefur setið í stjórn Barnahjálparinnar undanfarin 5 ár.

Kristín Thoroddsen er stjórnarmaður. Hún er ferðamálafræðingur með MBA í viðskiptafræði. Kristín er bæjarfulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ, formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og formaður Hafnarstjórnar hjá Hafnarfjarðarhöfn og varaþingmaður fyrir suðvesturkjördæmi. 

Hún hefur setið í stjórn Barnahjálparinnar undanfarin 1 ár.

Þórunn Helgadóttir er stofnandi og stjórnandi starfsins í Kenía. Hún flutti til Kenya árið 2006 og giftist heimamanninum Samuel Lusiru Gona árið 2007. Saman hafa þau byggt upp starfið og skólana síðan þá. Nú vinna þau fyrir sér á Íslandi og fara inn á milli til Kenía til að sinna starfinu.

Maxwelll Ditta er stjórnandi starfsins í Pakistan og á Fillipseyjum. Hann er upprunalega frá Pakistan en búsettur hér á landi síðan 1998. Hann starfaði sem enskukennari við Borgarholtsskóla og stofnaði skóla fyrir fátæk börn í Pakistan og Filippseyjum í sjálfboðavinnu. Maxwell starfar nú sem og framkvæmdastjóri verkefnanna í Pakistan og Filippseyjum með Íslensku Barnahjálpinni. Hann rekur einnig hjálparstarf í Bandaríkjunum sem heitir Children’s Aid USA. Áður en hann flutti til Íslands starfaði hann sem lektor og varaforseti fræðasviða við Pakistan Adventist College.

Gunnhildur Gunnarsdóttir fór fyrst til Kenía árið 2018 og kynntist þar starfi Íslensku Barnahjálparinnar  og heillaðast svo mikið af starfinu að hún ákvað að taka virkan þátt í starfi félagsins. Gunnhildur hefur unnið lengi sem kennari og leiðsögumaður. Hún og Þórunn skipuleggja reglulega ferðir til Kenía og taka þangað hópa.

Þarftu að ná í okkur?

Sendu okkur endilega sendu okkur tölvupóst á barnahjalpin@gmail.com