logo-IB-turkis.m.+ramma.antexta2.jpg

Vitnisburðir frá Pakistan

Chak 06.jpg
 
Najma Mukhtar.png

Nazish

"Ég kem úr stórri fjölskyldu og foreldrar mínir höfðu enganvegin efni á að senda mig og fjögur systkini mín í skóla.  Farooqabad skólinn, þar sem börn fá styrk til náms frá örlátu fólki á Íslandi, gaf okkur tækifæri til náms og hjálpaði okkur að ljúka menntun okkar.  Í byrjaði í Farooqabad skólanum árið 2006. Eftir að hafa lokið menntaskóla fór ég í nám í hjúkrunarfræði.  Eftir að hafa lokið þjálfun þar hóf ég störf á sjúkrahúsi í sömu borg og alltaf þegar þörf er á þá hjálpa ég til í heimavistarskólanum í Machike þar sem hundruðir barna eru við nám í sama kerfi.  Þegar ég lít til baka get ég einungis þakkað stuðningsaðila mínum fyrir það að gefa mér gjöf sem enginn getur tekið frá mér. Á sama hátt þakka ég öðrum sem halda áfram stuðningi við börn í Pakistan.  Þitt framlag er ómetanlegt!"

 

NAJMA 

 "Eftir grunnskólanám gátu foreldrar mínir ekki stutt mig til frekara náms.  Komandi úr fjölskyldu með sjö systkinum þá var forgangurinn ekki að kosta okkur til náms þegar áskorunin var að hafa það sem þurfti til daglegra þarfa. Árið 2007 fékk ég tækifæri til náms við Machike heimavistarskólann. Eftir að hafa lokið fyrstu tveimur árum í háskóla fékk ég vinnu sem gjaldkeri á meðan ég hélt áfram námi.  Takmark mitt er að ljúka meistaragráðu í kennslufræðum og hjálpa svo börnum, sem eru í svipuðum aðstæðum og ég var í sem barn, að komast í nám.  Ég þakka mínum stuðningsaðila frá Íslandi fyrir að hafa trú á mér og að gefa mér tækifæri til að láta drauma mína rætast.  Ég vil einnig hvetja aðra með því að segja að stuðningur þinn við börn í Pakistan er mjög mikilvægur og hefur mikil áhrif.  Þín hjálp breytir lífi fólks.”