Íslenska barnahjálpin Heim
 
 
 
 

Tökum höndum saman og gefum börnum tækifæri til betra lífs! 

 
 
 
LeadershipINTL-Nairobi-_K3_4081.jpg
logo-IB-turkis.m. ramma.antexta2.png

GEFÐU GJÖF SEM GEFUR!

Vantar þig gjöf fyrir þann sem á allt?

Nú getur þú stutt við Íslensku barnahjálpina með því að kaupa bókina Hringfarinn eftir Kristján Gíslason sem heimsótti skólana okkar í Nairobi. Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til barnahjálparinnar.

Einnig er hægt að kaupa gjafakort til styrktar starfinu þar sem þú velur að kaupa námsgögn eða máltíðir.

Smelltu á hlekkina hér fyrir neðan til að skoða möguleikana.

Gefðu jólagjöf sem gleður og gefur!

k1.jpg

Kenía

Skólarnir í Kenía ganga undir nafninu Harvest skólarnir. Þeir eru staðsettir í Nairobi og í Loitoktok sem er í Masaailandi við rætur Kilimanjaro. Samtals eru um 550 nemendur í skólunum. Í  Nairobi er skólinn staðsettur í hverfinu Kariobangi sem stendur á mörkum nokkurra fátækrarhverfa. Í skólanum eru nú um 400 börn og unglingar frá þriggja ára til tvítugs. Að auki eru um 20 nemendur á aldrinum 20 til 25 ára í verk- og framhaldsnámi. Nemendurnir koma frá allra fátækustu fjölskyldunum og voru valin inn í skólann vegna þess að fjölskyldur þeirra gátu ekki séð fyrir þeim eða boðið þeim uppá skólagöngu. Öll börnin fá hádegismat í skólanum en þar að auki eru um 180 börn í heimavist, búa í skólanum og fá þar morgun - og kvöldmat. 

Í Loitoktok er rekinn menntaskóli fyrir 150 nemendur sem allir eru í heimavist. Nemendurnir koma bæði frá Loitoktok héraði og Nairobi. 

Children Sharply dressed in their School Uniform.JPG

Filippseyjar

Það eru meira en 14 milljón börn á Filippseyjum sem lifa við hræðilegar aðstæður.  En það eru þessi börn sem hafa möguleikann á að brjótast út úr þessum vítahring örbirgðar fyrir komandi kynslóðir. Þau eru framtíðarkennarar, læknar, blaðamenn, verkfræðingar og stjórnmálamenn.  Að átta sig á möguleikunum í þessum börnum og vita að það að öðlast menntun er eina leiðin áfram er ástæða þess að Íslenska Barnahjálpin, í samstarfi við The Light Christian Academies á Filippseyjum, hefur tekið þeirri áskorun að koma upp aðstöðu og styrkja börnin þannig að þessir mikilvægu einstaklingar geti fengið formlega menntun og séð drauma sína rætast. Íslenska barnahjálpin hefur skuldbundið sig til að aðstoða fjölskyldur sem lifa undir fátæktarmörkum, aðstæður sem hafa gert ótal börnum ókleift að láta drauma sína rætast. Í þessum skólum á Filippseyjum, sem eru staðsettir á mismunandi stöðum, fá yfir 600 börn formlega menntun. Þessir skólar eru reknir í fátækrahverfum Filippseyja. Við höldum áfram verkinu með þeirri von að einn dag munu þessir nemendur taka að sér sérfræðistörf í landinu sem þau elska, og verða kraftur framþróunar í þeirra nærumhverfi.

Pakistan 06.jpg

Pakistan

Með samstarfi Íslensku Barnahjálparinnar við Advancement through Building and Caring Children’s Aid Pakistan, hafa yfir 1.500 börn af lægri stéttum þjóðfélagsins fengið tækifæri til menntunnar í Pakistan.  Þetta hófst allt með sex börnum í kennslu hjá Sharif Allah Ditta sem trúði því af ástríðu að menntun breyti lífi fólks og hafi áhrif á samfélagið til hins betra.

Sharif er fædur 25. desember árið 1935 og foreldrar hans, þrátt fyrir fátækt, vildu að sonur þeirra yrði vel menntaður.  Eftir að hafa lokið grunnskólanámi í skóla sem var nálægt þorpinu hans þá höfðu foreldrar hans ekki efni á að styðja hann til áframhaldandi menntunar.  Fyrir foreldrum hans var hans menntagöngu lokið.  En Sharif hélt áfram að biðja og vonaði í trú að hann fengi aðstoð við frekara nám.

Dag einn kom trúboði frá vesturlöndum í þorpið þar sem Sharif bjó.  Hann bauð honum að fara á heimavistarskóla þar sem skólakostnaðurinn yrði greiddur. Sharif notaði tækifærið og lauk menntaskóla þar.  Eftir þetta hélt hann áfram í háskólanám með vinnu.  Sharif giftist, eignaðist fjóra syni, útskrifaðist úr háskóla og síðar lauk hann meistaragráðu. 

 
 

Nemenedur dagsins í dag eru leiðtogar framtíðarinnar.

Við hjá barnahjálpinni leggjum áherslu á að hjálpa börnunum alla leið eftir fremsta megni. Því skiptir framhaldsskólanámið mjög miklu máli. 

 
 
 
 
LeadershipINTL-Nairobi-_K3_4249.jpg

Takk fyrir að rúlla alla leiðina niður síðuna!

Hvaða þýðingu hefur stuðningurinn minn?

Þegar þú styrkir barn þá breytir þú lífi þess. Þú gefur barninu tækifæri til að fara í skóla sem það hafði ekki áður. Þú gefur því einnig sjálfsvirðingu, framtíð að stefna að og stað í þjóðfélaginu. Þegar þú styrkir barn hjálpar þú í raun svo miklu fleirum. Þú hjálpar fjölskyldunni allri því að þú léttir af þeim byrðinni og áhyggjunum. Að auki hjálpar þú einnig öðrum börnum í skólunum sem ekki eru með stuðningsaðila. Stuðningur þinn fer í að reka skólann sem barnið þitt er í. Hann borgar laun kennara og starfsfólks, kaupir í matinn, borgar prófin, og kaupir bækur. Ekki er gert upp á milli barnanna og því njóta óstudd börn einnig góðs af þínum styrk.

Að auki gerir stuðningurinn kannski eitthvað fyrir þig. Það segir á góðum stað að sælla sé að gefa en að þiggja. Við hjá Barnahjálpinni finnum fyrir því og vonumst til þess að þú gleðjist einng í hjarta þínu yfir þeirri gjöf að geta hjálpað barni í neyð.  

 

 
 
Children .jpg